Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Rafíþróttaver í Gleðibankanum

Hugmyndafræðin á bak við rafíþróttaver í félagsmiðstöðinni Gleðibankanum og frístundaheimilinu Eldflauginni við Hlíðaskóla, miðar að því að nútímavæða kennsluaðferðir í óformlegu námi og mæta öllum börnum óháð stöðu þeirra og áhuga. Mikilvægt er að efla sjálfsmynd og heilbrigði barna og ungmenna í gegnum starf á þeirra áhugasviði. Það samrýmist því vel hugmyndum tómstundamenntunar um að mæta áhuga þeirra sem spila tölvuleiki á þeirra forsendum og það er mikil nútímavæðing í kennsluaðferðum að efla sjálfsmynd þeirra gegnum tækni og leik. Í þessu myndbandi kynnir Gunnlaugur Víðir Guðmundsson markmiðið með rafíþróttaverinu sem er m.a. að virkja börnin og draga úr skjátíma.

Í rafverinu eru þrír opnir klúbbar, einn sértækur klúbbur, valgrein innan skólans og einnig er rafverið opið öllum á almennum opnunum. Í málstofunni verður farið yfir niðurstöður kannana á líðan þátttakenda, upplifun foreldra og skóla á verkefninu, almenn virkni í öðru starfi og hvaða reynslu aðrar starfsstöðvar geta nýtt sér.

Verkefnið Rafíþróttaver fékk styrk úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni sjálfsefling, tæknilæsi, félagsfærni, virk þátttaka, skjátími, heilbrigði
  • Rafíþróttaver í Gleðibankanum

Scroll to Top