

Markmið Leyndarmálsins var að styrkja og þróa starfshætti leikskólans með því að innleiða aðferðafræði Csikszentmihalyi um flæði (e.flow). Þar sem börnunum er gefið tími og rými til að blómstra á sínu áhugasviði á eigin forsendum. Börnin hafa val um það sem þau gera og hvaða leikefni þau vilja nota en það leiðir af sér sjálfstæði og skapandi hugsun. Lagt var uppúr að greina og skapa námsumhverfi þar sem hverju barni er gefin rödd og því er mætt á eigin forsendum óháð kyni, uppruna, sérstökum þörfum og félagslegri stöðu. Gengið er út frá því að börnin hafi áhrif á daginn sinn og geti þannig látið drauma sína rætast. Einnig að starfsfólk öðlist frekari skilning á aðferðafræðinni og geti þar af leiðandi nýtt styrkleika sína sem best í starfi.