Á heimasíðu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru upplýsingar um hvað felst í hugmyndafræðinni um Réttindaskóla og Réttindafrístundastarf.
Hugmyndafræði tekur mið af Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda.
Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja Barnasáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum.
Áhersla er lögð á að skapa umhverfi sem byggist á þátttöku, jafnrétti og virðingu.