Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling

Samfélagsleg nýsköpun

Hvernig getum við í sameiningu skapað lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins að leiðarljósi? Tilraunasmiðja um samfélagslega nýsköpun felur í sér aðferðarfræði sem hvetur til samtals og lausnarleitar þar sem kafað er á dýptina við að leita svara við flóknum áskorunum.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Verkefni
Markhópur 9 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Lýðræði, Læsi og samskipti, Mannréttindi, Nýsköpun, Samskipti, Samvinna, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar
  • Hugmyndafræðin

    Hugmyndafræði tilraunasmiðjunnar er kennslufræðileg og inniheldur mörg og gagnleg verkfæri, leiki, samvinnutækni og samskiptasáttmála. Tilraunasmiðjur um samfélagslega nýsköpun styðja okkur við að komast upp úr hjólförum vanabundinnar hugsunar og leiða þannig til betri skilnings á rótum þeirra áskoranna sem við glímum við. Í tilraunasmiðjunni er skapað rými til að gera tilraunir og prófa nýja verkferla og aðferðir til framþróunar. Smiðjurnar hjálpa okkur að búa til örugg svæði til þess að prófa okkur áfram, reyna hluti.

  • Skýrsla um Reykjavík Action lab

    Í skýrslunni Reykjavik Action Lab Report  er sagt frá tilraunasmiðju sem haldin var í Gerðuberi í nóvember 2019. Tilgangur hennar var annars vegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig við getum í sameiningu skapað lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins að leiðarljósi. Smiðjan var haldin í samstarfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Argyll Centre, Edmonton í Kanada en fulltrúar þaðan leiddu smiðjuna ásamt tíu kanadískum nemendum.

  • Myndbönd frá smiðjunni á íslensku og ensku

  • Umfjöllun um smiðjuna

Scroll to Top
Scroll to Top