Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

SamfésPlús

SamfésPlús er nýtt verkefni Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Verkefnið er hugsað sem svar Samfés og viðspyrna við áhrifum COVID á ungt fólk og líðan þeirra. Markhópurinn er allt ungt fólk á Íslandi á aldrinum 10-25 ára, en í byrjun verður lögð sérstök áhersla á starfið með 16+. Plúsinn verður viðbót við allt það frábæra starf sem þegar er í gangi fyrir þennan aldurshóp. Plúsinn sameinar, byggir brú, eflir stuðning og eykur sýnileika á mikilvægu starfi allra aðildarfélaga á landsvísu.

Fyrsta verkefni sem tengist SamfésPlús er hlaðvarpið „UNGT FÓLK OG HVAÐ?“. Fulltrúar ungmennaráðs ungmennahúsa stýra hlaðvarpinu og það má nálgast það á Facebook síðu Ungt fólk og hvað, Instagram og á Spotify. Ef þið eruð með ungmenni sem hafa áhuga á því að vera með eigin þátt þá endilega hafa samband.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Vefsvæði
Markhópur Börn 10-16 ára
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, forvarnir, Jafnrétti, seigla/þrautseigja, styrkleikar, Sjálfsmynd
Scroll to Top
Scroll to Top