Heilbrigði, Sjálfsefling

Samstarf í þágu barna: Samvinna grunnskóla og barnaverndar

Á vef Netlu er að finna ritrýnda grein um Samstarf í þágu barna: Samvinna grunnskóla og barnaverndar eftir Anni G. Haugen.

Í samfélagi nútímans er farsæl skólaganga og menntun oftar en ekki lykillinn að velgengni í lífinu. Því er öllum börnum mikilvægt að fá góðan stuðning og hvatningu í námi og þjálfun í félagslegri færni í skólanum. Barnaverndarnefndir á Íslandi sinna á ári hverju miklum fjölda barna á grunnskólaaldri, oftast með því að aðstoða barnið heima, en í þeim tilvikum sem barn er talið vera í hættu á heimili sínu eða í þörf fyrir umfangsmeiri aðstoð er hægt að vista það á fóstur- eða meðferðarheimili. Því má ætla að samstarf skóla og barnaverndar þurfi að vera náið og markvisst en ýmsar vísbendingar eru þó um að það megi bæta. Í greininni er fjallað um samstarf skóla og barnaverndar og stöðu barna í skóla og dregnir fram þættir sem þörf er á að bæta frekar til að slíkt samstarf geti þróast og dafnað til hagsbóta fyrir barnið. Greinin er byggð á íslenskum og erlendum rannsóknum og fræðigreinum um efnið.

Tenging við menntastefnu Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt
Markhópur Grunnskólakennarar, Leikskólakennarar, Félagsmiðstöðvar, Frístundaheimili, Starfsfólk grunnskóla, Starfsfólk leikskóla, Starfsfólk félagsmiðstöðva, Starfsfólk frístundaheimila
Viðfangsefni Samstarf stofnanna, Barnavernd, Samstarf skóla og barnaverndar
Scroll to Top