Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Sjálfbærni – náttúra – sköpun (LÁN) í Foldaskóla

Í þessu myndbandi segja Karen Björk Guðjónsdóttir, Rut Friðriksdóttir og fleiri kennarar í Foldaskóla frá þemaverkefninu Sjálfbærni-náttúra og sköpun, sem unnið var á vormisseri 2021 í samstarfi við LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar. Foldaskóli er Grænfánaskóli og heilsueflandi skóli og kallaðist verkefnið því vel á við áherslur skólans í umhverfismálum.

Í 5. bekk völdu nemendur og kennarar að vinna með plast og því var lögð áhersla á fræðslu um skaðleg áhrif plasts á náttúruna og endurnýtingu.

Í 6. bekk var lögð áhersla á veður og áhrif loftslagsbreytinga á náttúruna en áhersluatriði 7. bekkjar tengdust lífsferli bómullar með áherslu á að auka skilning nemenda á samhengi neyslu, samfélags og náttúru jarðar.

Í þessu verkefni var unnið þverfaglega með listamönnum á vegum LÁN og í smiðjum. Afraksturinn var m.a. sýndur í Listasafni Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð.

Þá vann verkefnið til verðlauna í keppninni Varðliðar umhverfisins 2021, en hún er á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Landverndar og Miðstöðvar útivistar og útináms.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Verkefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun, miðstigsnemendur
Viðfangsefni Sjálfbærni, sköpun, útinám, sköpun, þverfaglegt nám, smiðjur
  • Sjálfbærni - náttúra - sköpun (LÁN)

Scroll to Top
Scroll to Top