Sjúk ást er verkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna.
Verkefninu er ætlað að vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.
Á vefnum eru upplýsingar um:
👉 Kynlíf
👉 Klám
👉 Birtingarmyndir ofbeldis
👉 Hvað einkennir heilbrigð sambönd
👉 Hvað einkennir heilbrigð sambönd
👉 Upplýsingar fyrir aðstandendur
Þá eru líka upplýsingar um jafnrétti og femínisma auk kafla um aktívisma fyrir þau sem vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn ofbeldi. Einnig geta ungmenni haft samband við ráðgjafa hjá Stígamótum í gegnum nafnlaust netspjall.