Félagsfærni, Sjálfsefling

Meistararitgerð – “Skipulag í óskipulaginu”

Meistararitgerð Ingunnar Heiðu Kjartansdóttur,  í menntunarfræðum leikskóla, “Skipulag í óskipulaginu” líðan barna í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði: hver er reynsla foreldra?, sem hlaut viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2019.

Meginmarkmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að leita svara við því hver væri reynsla foreldra af líðan barna þeirra í leikskóla þar sem styðst er við hugmyndir um flæði.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Fræðilegt, Ítarefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, sjálfsmynd, sjálfstraust, samskipti, líðan, heilbrigði
 • "Skipulag í óskipulaginu" líðan barna í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði: hver er reynsla foreldra?

  Niðurstöður benda til þess að líðan barna í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði sé almennt góð, að mati foreldra. Þeir þættir sem foreldrar telja helst hafa áhrif þar á eru að virðing er borin fyrir börnunum og litið á þau sem fullgilda einstaklinga. Lögð er áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð og börnunum veitt tækifæri til virkrar þátttöku. Námsumhverfi þeirra er skipulagt á þann hátt að þau fá tækifæri til að upplifa flæði. Það feli meðal annars í sér að dagskipulagið er sveigjanlegt, umhverfið veitir þeim tækifæri til sköpunar og uppgötvana, efniviðurinn er skapandi og býður upp á óendanlega möguleika og samskiptin eru jákvæð og persónuleg. Í ljósi þess að sífellt fleiri leikskólar styðjast við hugmyndir um flæði getur rannsókn þessi verið góð viðbót við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir varðandi hugmyndir um flæði í leikskólastarfi.

  Skipulag í óskipulaginu – MEd.-ritgerd

   

   

   

   

Scroll to Top