Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling

Skólar og stríð – UNICEF

Myndband um hvað verður um skóla þegar stríð og hamfarir ganga yfir.

Í myndbandinu skoðar Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, skólastarf við neyðaraðstæður. Ævar fær aðstoð Héðins Halldórssonar, sem starfar fyrir UNICEF með sýrlenskum börnum á flótta í Líbanon, og við heyrum sögur fimm barna sem flúið hafa átök í heimalöndum sínum. Börnin eiga það sameiginlegt að vilja mennta sig en fá ekki öll tækifæri til þess.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði
Markhópur 6-12 ára börn.
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Fjarnám, Jafnrétti, Lýðræði, Læsi og samskipti, Mannréttindi, Seigla/þrautseigja, Sjálfbærni og vísindi, Sjálfsmynd, Styrkleikar
  • Um UNICEF og myndbandið

    UNICEF vinnur að því um allan heim að koma börnum í skóla. Menntun skiptir ekki einungis máli fyrir framtíð þeirra heldur skapar skólinn öryggi fyrir börn í neyð og veitir þeim fastan punkt í tilverunni. Menntun er oft sterkasta vopnið. Hægt er að tengja myndbandið við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Myndbandið er tæpar 14 mínútur að lengd og á íslensku.

Scroll to Top
Scroll to Top