Læsi

Sögukassar, – pokar, skjóður og töskur

Í sögukössum, pokum, skjóðum eða töskum er viðbótarefni með sögulestri. Markmiðið er m.a. að gera orðin sýnilegri og söguna meira lifandi.

Sjá hér að neðan hvernig útbúa má slíkt efni.

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 1-6 ára leikskólabörn.
Viðfangsefni Læsi og samskipti, íslenska sem annað mál, sköpun og menning.
 • Í sögukassanum, -pokanum, -skjóðunni, -töskunni er barnabók og síðan viðbótarefni sem tengist efni bókarinnar, s.s.:
  • handbrúður eða aðrar fígúrur
  • margs konar hlutir sem tengjast söguþræðinum eða myndir af þeim
  • lykilorð
  • spil
  • hugmyndir að leikjum
  • fræðibók

  Viðbótarefnið á að dýpka skilninginn á sögunni og orðunum sem eru í henni. Með viðbótarefninu gefst börnunum kostur á að:
  • leika söguna með hlutunum
  • endursegja söguna með hjálp hlutanna
  • …og þegar er fræðibók – að grúska meira og kafa dýpra

  Hafið sögukassana, – pokana, -skjóðurnar, -töskurnar einfaldar og aðgengilegar. Það er betra að vera með tvo eða þrjá mismunandi sögukassa,með mismunandi efnivið við sömu bókina, heldur en að vera með einn með alltof miklu viðbótarefni.

  Söguskjóður – leikskólinn Krílakot Dalvík 

  Sögupokar – leikskólinn Akrar Garðabæ 

Scroll to Top
Scroll to Top