Læsi, Sköpun

Sögur verðlaunahátíð barnanna

Sögur eru samstarfsverkefni margra stofnana sem vinna með skapandi starf og barnamenningu. Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið. Börn geta m.a. sent inn sögur í verðlaunasamkeppni.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur 6-12 ára börn.
Viðfangsefni Barnamenning, Íslenska sem annað mál, Lestur og bókmenntir, Lýðræði, Læsi og samskipti, Nýsköpun, Ritun og málfræði, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar
  • Hvað eru Sögur?

    Við erum umvafin Sögum, þær eru í tónlistinni sem við hlustum á,  leiknar á leiksviðum landsins, til sýninga í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, í bókum sem við lesum og sögunum sem við segjum.
    Sögur er samstarfsverkefni sjö stofnannaMarkmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.
    Frá 15. september til 30. nóvember geta börn í 3. – 7. bekk sent inn í flokkunum:

    Í byrjun árs velja dómnefndir sigurverk í hverjum flokki sigurverk sem eru unnin áfram af fagfólki í samstarfi við börnin:

    • lag og texti er úsett af útsetjara og flutt af þekktu tónlistarfólki á verðlaunahátíðinni og gefið út á Spotify

    • leikritahandrit er unnið áfram og sett upp af  Borgarleikhúsinu, leikarar eru nemendur á lokaári leiklistarskóla Borgarleikhússins

    • smásögur eru unnar áfram með ritstjóra og gefnar út í bókinni Risastórar smásögur

    • stuttmyndahandrit eru unnin áfram og fara í framleiðslu og sýningu hjá KrakkaRÚV.

    Í apríl kjósa börnin það sem þeim finnst hafa skarað fram úr á sviði barnamenningar í kosningu Sagna.

    Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn á þessu stóra samstarfsverkefni og fer fram að vori á RÚV ár hvert með pompi og prakt. Þar fá börnin sem eiga sigurverk svaninn, verðlaunagrip Sagna. Einnig er verðlaunað það menningarefni frá liðnu ári sem stóð uppúr hjá börnunum í kosningunni.

  • Hverjir standa á bakvið Sögur?

    Borgarbókasafnið

    Borgarbókasafnið Menningarhús

    Borgarbókasafnið starfrækir átta bókasöfn þar sem menning og mannlíf blómstrar.

    Hvert og eitt safn hefur sína sérstöðu og sinn sjarma og því ættu öll að geta fundið
    eitthvað við sitt hæfi og nýtt sér aðstöðuna sem í boði er. 

    Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem  börn eru hvött  til að skapa
    sín eigin verk sem þau  geta sent inn í samkeppni Sagna.
    Borgabókasafnið stendur á bak við bæði skipulagningu og húsnæðismál námskeiða Sagna.
    Fulltrúi Borgarbókasafnsins í framkvæmdastjórn Sagna er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs.

    Borgarleikhúsið

    BorgarleikhúsiðÍ Borgarleikhúsinu starfar eitt elsta menningar-og leikfélag landsins, Leikfélag Reykjavíkur. Leikhúsið stendur fyrir öflugu barnastarfi og leggur áherslu á margvísleg samfélagstengd verkefni. Borgarleikhúsið starfrækir að auki leiklistarskóla fyrir börn á aldrinum 10-15 ára.

    Borgarleikhúsið velur árlega tvö vinningshandrit úr leikritasamkeppni Sagna. Leikritin eru sett á svið af listamönnum sem starfa í leikhúsinu og mikill metnaður er lagður í sýninguna með ljósum, hljóði, búningum, leikmynd og leikmunum. Leikarar eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins.
    Fulltrúi leikhússins í framkvæmdastjórn Sagna er Emelía Antonsdóttir Crivello, skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikhússins og verkefnastjóri fræðslu- og samfélagsverkefna.

    Bókmenntaborg UNESCO

    Reykjavík Bókmenntaborg UNESCOReykjavík bókmenntaborg UNESCO snertir á öllum stærstu viðburðum í bókmenntalífi

    borgarinnar, liðsinnir nýjum höfundum og veitir hvort í senn ráðgjöf og stuðning
    vegna stakra og stærri, fjölþættari verkefna. Þá er öllum sem leggja stund á orðlist
    frjálst að leita til Bókmenntaborgarinnar, hvort sem þau hyggja á samstarf eða vilja leita sér upplýsinga.  

    Bókmenntaborg sér um að  prenta sigursmásögurnar sem síðan eru senda heim
    til höfunda og á skólabókasöfn þeirra.
    Fulltrúi Bókmenntaborgarinnar í framkvæmdastjórn Sagna er Kjartan Már Ómarsson.

    KrakkaRÚV

    Krakkarúv

    KrakkaRÚV býður upp á vandað barnaefni fyrir sjónvarp og útvarp.
    Íslenskir ​​þættir eins og Krakkafréttir og Skemmti- og fræðsluútvarp eru fáanlegir hjá KrakkaRÚV. Einnig býður KrakkaRÚV upp á úrval af teiknimyndum og fræðsluefni fyrir börn á öllum aldri.

    KrakkaRÚV sér um að velja dómnefnd sem velur sigur stuttmyndahandritin
    og framleiðir þau. Stuttmyndirnar eru síðan aðgengilegar inn á vef krakkaRÚV. Krakkarúv
    sér einnig um kosningna sem fram fer á vorin og búa til kennslu- og fræðslumyndbönd fyrir Sögur. KrakkaRÚV framleiðir verðlaunahátíðina sem haldin er í júní ár hvert.
    Fulltrúi RÚV í framkvæmdastjórn Sagna er Agnes Wild, teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu.

    List fyrir alla

    List fyrir alla

    List fyrir alla er barnamenningarverkefni á forræði menningar- og viðskiptaráðuneytis. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
    List fyrir alla heldur utan um verkefnastjórn sem kemur að skipulagningu Sagna. Mörg þeirra listverkefna sem heimsækja grunnskóla heyra beint undir Sögur þar sem rit og myndhöfundar halda námskeið fyrir ungmenni og kennara og hvetja börn til að senda inn hugmyndir í Sögur.
    Fulltrúi List fyrir alla í framkvæmdastjórn Sagna er Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri og
    Harpa Rut Hilmarsdóttir.

    Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

    Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

    Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun
    og farsæld barna og ungmenna með öflugum stuðningi og þjónustu við skóla um allt land.
    Miðstöðin (áður Menntamálastofnun) hefur verið aðili að Sögum – samstarfi um barnamenningu allt frá upphafi og haft umsjón með og gefið út Risastórar smásögur með verðlaunasmásögum eftir börn á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Útgáfan er unnin í samstarfi við rithöfunda barnabóka sem hafa tekið að sér að ritstýra ungu og efnilegu rithöfundunum og hjálpa þeim að gera góðar sögur betri.
    Fulltrúi miðstöðvarinnar í framkvæmdastjórn Sagna er  Guðbjörg R. Þórisdóttir sérfræðingur á sviði málþroska og læsis.

    Skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar

    Skóla - og frístundarsvið Reyjavíkurborgar

    Skóla og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu
    og stuðlar að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi. Leiðarljós skóla-
    og frístundasviðs er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og
    að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Hlutverk sviðsins er að veita börnum og ungmennum bestu mögulegu tækifæri til leiks, menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur og nærsamfélagið og að vera framsækið forystuafl í skóla- og frístundastarfi.

    Skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar sér um það sem snýr að fræðslu sagna, meðal
    annars kennaranámskeiðum Sagna og samskipti við skólana sem snýr að fræðslu, námskeiðum og viðburðum.
    Fulltrúi Reykjavíkurborgar í framkvæmdarstjórn Sagna eru Harpa Þorvaldsdóttir verkefnastjóri.

    Verkefnastjóri Sagna

    Bryndís Guðjónsdóttir

    Verkefnastjóri sagna er Bryndís Guðjónsdóttir. Hún er sjálfstætt starfandi söngkona og er búsett á Íslandi. Bryndís starfar einnig í hlutastarfi í List fyrir alla og er söngkennari í Söngskóla Sigurðar Demetz.

    Sem verkefnastjóri Sagna heldur Bryndís utan um öll samskipti milli  samstarfsaðila Sagna.
    Hún hefur einnig umsjón með verðlaunahátíðinni í samvinnu við RÚV.
    Sem verkefnastjóri sér hún einnig um úrvinnslu umsókna og tilnefninga og öll samskipti við umsækjendur og dómnefndar og svarar öllum fyrirspurnum á
     sogur.verkefnastjorn@gmail.com

Scroll to Top