Sögur eru samstarfsverkefni margra stofnana sem vinna með skapandi starf og barnamenningu. Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið. Börn geta m.a. sent inn sögur í verðlaunasamkeppni.
Læsi, Sköpun
Sögur á KrakkaRÚV
Tenging við menntastefnu
Læsi, Sköpun
Gerð efnis
Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni
Markhópur
6-12 ára börn.
Viðfangsefni
Barnamenning, Íslenska sem annað mál, Lestur og bókmenntir, Lýðræði, Læsi og samskipti, Nýsköpun, Ritun og málfræði, Sköpun og menning, Skapandi ferli, Skapandi hugsun, Styrkleikar
-
Skorað er á krakka á aldrinum 6-12 ára að senda inn sögur sínar á því formi sem þau kjósa. Smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit. Höfundar þeirra sagna sem valdar eru taka þátt í skapandi smiðjum þar sem fagfólk leiðbeinir höfundum og hjálpar þeim að ná sem mestu út úr sinni frásögn.
Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn á þessu stóra samstarfsverkefni þar sem verk barnanna eru verðlaunuð og þau fá tækifæri á að verðlauna það menningarefni fyrir börn sem þeim finnst skara fram úr.
Kosning fer fram á vef KrakkaRÚV. Markmið verkefnisins er að auka læsi og áhuga á íslenskum barnabókum og sögum og í leiðinni upphefja barnamenningu á Íslandi og sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið.