Vefur Önnu Elísu Hreiðarsdóttir, en á honum er m.a. fjallað um hvernig má vinna með málörvun yngri barna. Anna Elísa er líka með FB- síðu fyrir þetta verkefni.
Vinna með sögur, ævintýri, ljóð og þulur getur verið gagnleg leið að margvíslegum markmiðum í skólastarfi. Svo sem til að efla málþroska, vinna að málörvun og læsi í víðum og þröngum skilningi, til að efla hugtakaskilning, orðaforða og tjáningu eða til að styrkja félagsþroska, samvinnu og samskipti.