Félagsfærni

Spor – Efling tilfinningaþroska og samskiptahæfni

Spor bækurnar eru flott námsefni í lífsleikni fyrir 6-9 ára börn sem hefur það að markmiði að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bækurnar eru eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur og eru gefnar út af Menntamálastofnun.

Á vef menntamálastofnunar má einnig finna kennsluleiðbeiningar fyrir allar spor bækurnar.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Börn 6-9 ára
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Samskipti, Samvinna, Sjálfsmynd, Sjálfstraust,
 • Spor 1 - Fyrir 6 ára börn

  Bókin Spor 1 er ætluð til kennslu sex ára barna í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bangsar af öllum stærðum og gerðum fylgja lesandanum í gegnum bókina en gert er ráð fyrir að fullorðinn lesi hana með barninu. Tillögur um 30 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu . Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.

   

   

 • Spor 2 - Fyrir 7 ára börn

   Bókin Spor 2 er ætluð til kennslu sjö ára barna í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Trúðarnir Trilla og Trilli fylgja lesandanum í gegnum bókina en gert er ráð fyrir að fullorðinn lesi hana með barninu. Tillögur um 32 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu. Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.

 • Spor 3 - Fyrir 8 ára börn

  Bókin Spor 3 er ætluð til kennslu átta ára barna í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Leikir eru mikið notaðir, m.a. til að styrkja jákvæða hegðun og efla tilfinningaþroska. Tillögur um 30 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu . Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.

 • Spor 4 - Fyrir 9 ára börn

  Bókin Spor 4 er ætluð til kennslu níu ára barna í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Tekið er mið af markmiðum 4. bekkjar í lífsleikni Tillögur um 30 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu . Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.

Scroll to Top
Scroll to Top