Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Spurningaklúbbur

Gaman er að fara í spurningaleiki með börnum og spyrja um allt milli himins og jarðar. Starfsfólk getur undirbúið spurningar og börnin safna svo stigum með því að svara rétt. Einnig geta börnin búið til sínar eigin spurningar og spurt hvert annað.

Spurningaklúbbur 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd, Verkefni
Markhópur 6-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Barnamenning, Lestur og bókmenntir, Lýðræði, Læsi og samskipti, Ritun og málfræði, Samskipti, Samvinna, Seigla/þrautseigja, Sjálfbærni og vísindi, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf, Umræður. Frístundalæsi.
  • Gott er að ákveða spurningaþema hverju sinni, svo sem náttúru, tölvur eða tækni og útbúa spurningalista.  Jafnfram þarf að ákveða stigagjöfina fyrirfram. Hægt er að finna spurningalista og spurningaleiki í bókum eins og Stóru spurningabókinni, á Leikjavefnum og í þættinum Kveikt á perunni.

    Í byrjun er gott að fá börnin setjist í hring eða hvert í sínum stól og frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi byrjar á því að vera spyrill. Þau sem vilja svara rétta upp hönd og sá sem er fyrstur að rétta upp hönd fær svarréttinn. Það getur verið gott að hafa lítinn bolta við höndina og kasta til þess sem fær svarréttinn. Þegar hann hefur lokið að svara kastar hann boltanum til baka og getur þannig einungis sá sem hefur boltann svarað spurningunni hverju sinni.

    Í úrslitum spurningakeppninnar mætti nota smáforritið Orðaleikinn sem snýst um að leysa úr stafarugli. Einnig er hægt að nota snjalltæki þar sem að finna má marga spurningaleiki, s.s.  í smáforritinu Kahoot. Þá getur verið skemmtilegt að búa til sinn eigin spurningaleik og deila honum með öðrum frístundaheimilum og búa til spurningakeppni við krakkana þar í rauntíma.

Scroll to Top
Scroll to Top