Á vefsíðu Mixtúru er að finna námsefni, stafrænar áskoranir barna, yfirlit yfir upplýsingaveitur, minnispunkta um góðar netvenjur og margt fleira sem tengist stafrænni borgaravitund.
Að vera stafrænn borgari (e. digital citizen) er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð.
Samhliða innleiðingu námstækja 1:1 í skólum borgarinnar er mikilvægt að stuðla að ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund í öllu starfi með stafræna tækni.