Statped er norsk heimasíða þar sem fjallað er um alls slags sérþarfir, ekki ósvipað og Sjónarhólssíðan íslenska. Statped stendur ekki bara fyrir netfræðslu heldur líka ráðstefnum og námskeiðum um margs konar sérþarfir nemenda. Í boði er t.d. mjög góð námskeið fyrir starfsfólk leikskóla í upplýsingatækni og sérkennslu.
Á vefsíðunni síðunni er hægt að horfa á upptökur frá ráðstefnum, t.d. mjög góða fyrirlestra um upplýsingatækni og sérkennslu. Hægt er að mæla sér mót við sérfræðinga í hvaða sérþörfum sem er og spyrja spurninga og leita þannig að t.d. fræðafólki sem hefur sérhæft sig í ákveðnum sérþörfum.