Félagsfærni, Sjálfsefling

Stig af stigi

Námsefni fyrir leikskóla til að þjálfa og bæta félags- og tilfinningaþroska.

Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og byggja upp félagslegan skilning. Börnunum er þar að auki kennt að hafa stjórn á æsingi og reiði. Efninu er skipt upp í þrjú stig. Það fyrsta ætlað tveimur elstu árgöngunum í leikskóla og fyrsta bekk í grunnskóla, annað stig er fyrir yngsta stig grunnskóla og þriðja stig er ætlað miðstigi (ekki er búið að þýða það efni).

Stig af stigi er námsefni í kennslukassa með brúðuleikhúsi og myndaspjöldum og gefin var út árið 2002 af Reyni ráðgjafarstofu. Efnið er til í mörgum leikskólum.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Börn frá 3 - 9 ára.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, samskipti, samvinna, sjálfsmynd..
Scroll to Top
Scroll to Top