Stuttur og einfaldur leikur sem hefur það að markmiði að nemendur átti sig á styrkleikum sínum og að þeir komi auga á styrkleika annarra nemenda í bekknum.
Kennarinn getur byrjað kennslustundina á því að minnast á að við búum yfir ólíkum styrkleikum og að við erum fjölbreyttur hópur sem er jákvætt og gott. Enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju!