Sjálfsefling

Þakklætis Mikado

Leikið með Mikadó-spil. Allir pinnarnir eru látnir falla niður.

Þátttakendur skiptast á að draga  einn pinna án þess að aðrir pinnar hreyfist.

Í hvert skipti sem þátttakanda tekst að draga pinna án þess að hreyfa aðra á hann að segja frá því fyrir hvað hann/hún er þakklát/-ur, í samræmi við litinn á pinnanum.

Fyrirfram er ákveðið hvað hver litur táknar t.d. getur rautt táknað manneskju, gult stað, grænt aðstæður/viðburði o.s.fv..

Fyrir hvern pinna fást stig og ákveða spilarar hversu mörg stig hver litapinni gefur. Sá sem er með flest stig í lok leiks sigrar.

Tenging við menntastefnu Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 6-12 ára börn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, samskipti, sjálfsmynd, sjálfstraust og umræður.
Scroll to Top