Félagsfærni, Læsi

Þematengt nám með byrjendalæsi

Í þessu myndbandi er sagt frá þematengdu námi á yngsta stigi í Húsaskóla þar sem unnið er eftir aðferðafræði Byrjendalæsis.

Námsgreinar eru samþættar með áherslu á náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði og íslensku. Leitast er við að vinna skapandi verkefni þar sem verkum nemenda er gert hátt undir höfði.

Unnið er í þverfaglegum teymum og nemendahópum þvert á árganga. Komið er til móts við nemendur með fjölbreyttu námi í samræmi við áhuga og hæfileika hvers og eins. Aðferðin eykur þekkingu á samfélagi og náttúru og styður við lýðræðislega þátttöku nemenda.

Helga Kristín Olsen, Katrín Cýrusdóttir og Matthildur M. Björgvinsdóttir kynna.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Byrjendalæsi, þematengt nám, athafnamiðað nám, hlustun, tal, samþætting, teymisvinna, kennsluhættir.
  • Þematengt nám með byrjendalæsi

Scroll to Top
Scroll to Top