UNICEF á Íslandi hefur gefið út þrautabók sem er tilvalin til að kynna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir börnum á leikskólaaldri og á yngsta stigi grunnskóla og frístundaheimila. Efnið er aðgengilegt, skapandi og býður upp á líflegar umræður um réttindi barna. Hægt er að sækja bókina sem .pdf skjal og prenta. Einnig eru í boði leiðbeiningar fyrir starfsfólk.