Tilfinningaspjöldin kenna 12 tilfinningar sem hægt er að flokka í jákvæðar og erfiðar. Það er mikilvægt að tala ekki um neikvæðar tilfinningar heldur kenna börnum að allar tilfinningar eru eðlilegar og að allir lendi í því í lífinu að upplifa margs konar tilfinningar.
Búið er að útbúa leiðbeiningar fyrir tilfinningaspjöldin til að auðvelda starfsfólki í frístundastarfi og kennurum í leikskólum og grunnskólum að nýta þau á áhugaverðan og gagnlegan hátt.
Frístundamiðstöðin Tjörnin fékk styrk úr úr A- hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs, „Látum draumana rætast“ til að búa til Tilfinningaspjöldin.
Tilfinningaspjöldin hlutu viðurkenningu skóla- og frístundráðs sem framúrskarandi nýsköpunar- og þróunarverkefni árið 2020.