Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Tökum stökkið – draumar og landamæri

Í þessu erindi fjallar Oddný Sturludóttir,  menntunarfræðingur og aðjunkt við HÍ, um samstarf þvert á landamæri fagþekkingar, þar sem fólk með ólíka sýn á nám, börn og unglinga mætist. Hvaða nám á sér stað þar? Hvaða áhætta er í því fólgin? Við sögu koma kunnugleg andlit samstarfs úr ólíkum hverfum, hið félagslega lím- og töfrarnir sem felast í því að taka stökkið og stíga til baka. Erindið var flutt á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.

Oddný starfar sem verkefnastjóri á Menntavísindasviði um Menntafléttu, Komdu að kenna og Menntamiðju. Hún kennir meistaranemum í tómstunda- og félagsmálafræði og stjórnun menntastofnana stjórnunarfræði og um samstarf ólíkra fagstétta. Áður fyrr kenndi Oddný börnum og unglingum á píanó, vann við ritstörf og sat í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar tók hún þátt í stofnun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur enda trúir hún því að draumar barna rætist í samstarfi.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun
Gerð efnis Fræðilegt, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Þverfaglegt samstarf, teymisvinna
  • Tökum stökkið - draumar og landamæri

Scroll to Top
Scroll to Top