Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Trans fólk og trans veruleiki

Vefsíðan Trans fólk og trans veruleiki hefur að geyma efni sem er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva.

Síðan er unnin af Guðjóni Atlasyni, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur sem hluti af verkefni í námskeiði í Háskóla Íslands sem heitir Menntun og kyngervi: Orðræðan um drengi og stúlkur og efnið er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva.

 

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur
Markhópur 13-16 ára, Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Jafnrétti, Mannréttindi, Staðalmyndir
  • Nánar um efni á vefnum

    Mikilvægt er að vinna að því að minnka fordóma og skapa öruggt umhverfi fyrir trans fólk auk þess að jafna réttarfarslega og menningarlega stöðu þess til jafns við annað fólk. Kennarar og aðrir uppeldisaðilar eru í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á upplifun trans barna og líðan á eigin starfsvettvangi, til að mynda með því að sækja sér fræðslu og vinna gegn eigin fordómum og tryggja börnum öruggt umhverfi. Fræða þarf og ræða um hinseginleikann og leyfa hinsegin málefnum að birtast í námi allra barna.

    Á síðunni Trans fólk og trans veruleiki er að finna færslur úr fjölmiðlum og samfélagsmiðlum sem endurspegla þekkingarleysi, fordóma og neikvæðni í garð trans fólks en einnig er um að ræða færslur sem sýna jákvæða birtingarmynd transveruleikans. Á síðunni er auk þess að finna umfjöllun um lykilhugtök og áhugavert efni sem tengist hinseginleikanum.

Scroll to Top