Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Treystum böndin

Í þessu myndbandi fjallar Andrea Marel um forvarnarverkefnið Treystum böndin í frístundamiðstöðinni Tjörninni.

Veturinn 2019-2020 var þetta verkefni keyrt af stað og miðaði að því að taka forvarnarstarf í hverfinu fastari tökum og efla foreldrasamstarf og samstarf við aðra sem koma að málefnum barna og unglinga í hverfinu.

Verkefnið var keyrt samhliða B-hlutaverkefninu Föruneytið sem frístundamiðstöðin Tjörnin leiddi en unnið var þvert á borgarhverfi í samstarfi við aðrar frístundamiðstöðvar ásamt fleiri samstarfsaðilum. Meðal afurða þróunarverkefnanna eru handbók um vettvangsstarf fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva auk þess sem gefin var út handbók um foreldrarölt í þeim tilgangi til að styðja við foreldra í sínu hlutverki að skipuleggja og framkvæma foreldrarölt í sínu hverfi.

Samstarfsverkefnið Föruneyti félagsmiðstöðvar fékk styrk úr B-hluta þróunar- og nýsköpunarsjóðs skóla- og frístundaráðs fyrir skólaárið 2019-2020.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Forvarnir, félagsfærni, sjálfsefling
  • Treystum böndin

Scroll to Top
Scroll to Top