Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Umboðsmaður barna

Á vef umboðsmanns barna má finn fjölbreytt efni sem tengist barnasáttmálanum og réttindum barna í víðum skilningi.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Vefsvæði
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Barnasáttmálinn, Jafnrétti, Lýðræði, Mannréttindi
  • Réttindi barna

    Á vef umboðsmanns barna er að finna hina ýmsu fræðslu um réttindi barna og unglinga.

    Dæmi um upplýsingar á síðunni:

    Reglur um réttindi barna er að finna í Barnasáttmálanum og ýmsum öðrum íslenskum lögum.

    Börn eru þeir einstaklingar sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Börn eru ólögráða og njóta forsjár foreldra sinna. Foreldrum ber að sína börnum sínum virðingu og umhyggju. Þegar foreldrar taka mikilvægar ákvarðanir fyrir hönd barns eiga þeir að hlusta á skoðanir barnsins og taka tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska barnsins. Eftir því sem barn verður eldra eiga skoðanir þess að hafa meira vægi.

    Dæmi um réttindi

    • Börn eiga rétt á því að umgangast báða foreldra sína, jafnvel þótt þeir búi ekki saman.
    • Foreldrum ber að vernda börn gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Foreldrar mega ekki beita börn sín ofbeldi.
    • Foreldrar eiga að sjá börnum fyrir húsnæði, fötum, mat, skólavörum og öðrum nauðsynjum.
  • Spurt og svarað

    Þar er einnig að finna spurt og svarað sem áhugavert væri að skoða með börnum og unglinum.

    Dæmi um spurt og svarað á síðunni:

    Vinna barna:
    Mega krakkar yngri en 16 vinna meira en 12 tíma á viku og 2 tíma á skóladegi ef þau vilja það?

    Hæ og takk fyrir spurninguna.
    Börn á aldrinum 15-17 sem eru búin að ljúka grunnskóla mega vinna allt að 8 klukkustundir á dag. Börn sem eru ekki búin að ljúka grunnskóla mega ekki vinna lengur en 2 klukkustundir á skóladegi en það á ekki við um tímabil þegar skólinn er ekki opinn, t.d. um helgar eða í skólafríum. Börn yngri en 16 ára mega ekki vinna lengur en 12 klukkustundir á viku.
    Þú getur kynnt þér nánar reglur um vinnutíma barna og unglinga á veggspjaldi Vinnueftirlitsins, sjá hér. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.

    Gangi þér vel og bestu kveðjur frá umboðsmanni barna

  • Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

    Á vef umboðsmanns barna er að finna allar upplýsingar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

    Upplýsingar sem eru að finna á síðunni:

    Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn, var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Samningurinn var undirritaður af Íslands hálfu 26. janúar 1990 og fullgiltur 28. október 1992. Samningurinn öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 27. nóvember 1992. Barnasáttmálinn var lögfestur á Alþingi 20. febrúar 2013 með lögum nr. 19/2013 .

    Fyrir lögfestingu var íslenska ríkið skuldbundið til að uppfylla ákvæði sáttmálans en þó var sjaldan vitnað í hann við úrlausn mála hjá stjórnvöldum og dómstólum og dæmi voru um að dómar hafi beinlínis verið í andstöðu við ákvæði hans. Var lögfesting Barnasáttmálans því mikilvæg til að tryggja beitingu hans í framkvæmd og bein réttaráhrif.

    • Barnasáttmálinn er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.
    • Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna.
    • Barnasáttmálinn hefur að geyma víðtæk réttindi og kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Jafnframt leggur hann skyldur á aðildarríkin til að grípa til aðgerða til að tryggja þau réttindi. Ákvæði samningsins skal skoða heildstætt og ber að lesa og túlka efnisreglur hans með þeim hætti.
    • Samkvæmt Barnasáttmálanum ber aðildarríkjunum að kynna efni hans með virkum hætti fyrir börnum sem og fullorðnum sem er mikilvæg forsenda þess að börn og aðrir í samfélaginu geti fylgst með því að stjórnvöld uppfylli skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum.
    • Allar 54 greinar Barnasáttmálans eru jafnmikilvægar. Þó er gott að lesa eftirfarandi greinar grundvallarákvæði fyrst og hafa þau í huga við lestur, beitingu og túlkun annarra ákvæða sáttmálans.

     

Scroll to Top