Skóla-og frístundasvið Reykjavíkur og Náttúruskóli Reykjavíkur gáfu 2012 út kennslumyndböndin Umhverfið er okkar bók, um aðferðir í útinámi og umhverfismennt sem efla náttúru- og umhverfislæsi leikskólabarna, málþroska þeirra og málskilning.
Myndböndin voru unnin í samstarfi fjögurra leikskóla í borginni; Bakkabergs, Hálsaskógar, Steinahlíðar og Holts. Erla Stefánsdóttir sá um upptökur, klippingu og vinnslu en umsjón með efni höfðu Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir.