Á vef UNICEF á Íslandi fá finna fullt af áhugaverðum upplýsingum um réttindi barna.


UNICEF á Íslandi
-
Akademían
Akademían er rafrænn fræðsluvettvangur um réttindi barna fyrir öll þau sem starfa með og fyrir börn.
Í Akademíunni býður UNICEF á Íslandi rafræna fræðslu og þjálfun fyrir þátttakendur í Barnvænum sveitarfélögum og Réttindaskóla og -frístund. Námskeið UNICEF eru jafnframt opin og geta því allir áhugasamir um réttindi barna nýtt sér þau. Öflug réttindafræðsla er eitt af markmiðum UNICEF á Íslandi ásamt því að stuðla að viðhorfs- og kerfisbreytingum í þágu réttinda barna með gagnaöflun, markmiðasetningu og aukinni þátttöku barna.
Þátttakendur í Barnvænum sveitarfélögum og Réttindaskóla og -frístund taka skyldunámskeið á kennsluforritinu Teachable til þess að uppfylla kröfur verkefnanna. Á réttindafræðslusíðunni er að finna fræðslu sem nýst getur öllum áhugasömum um réttindi barna.