Kennurum og starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva var boðið á Uppsprettu, skemmtilegan og fræðandi kynningarfund um fjölbreytt fræðslutilboð fyrir skóla- og frístundastarf á Kjarvalsstöðum 12. september 2024. Fjöldi stofnana sem buðu upp á fræðslu og samstarf og kynntu vetrardagskrána fyrir starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Menning, tækni, náttúra, listir, saga, tilraunir, vettvangsferðir, tungumál, tæki, viðburðir og tól.
Meðal stofnana sem kynntu starfsemi sína á fundinum voru:
Alþingi
Borgarbókasafnið – menningarhús um alla borg.
Borgarsögusafn Reykjavíkur: Árbæjarsafn, Landnámssýningin og Reykjavík…sagan heldur áfram, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey .
Listasafn Reykjavíkur: Ásmundarsafn, Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og útilistaverk í Reykjavík
Borgarleikhúsið
Dansgarðurinn- dansæfingar fyrir grunnskólanemendur
Grasagarður Reykjavíkur
KrakkaRÚV
Látum draumana rætast – Nýsköpunarmiðja SFS
List fyrir alla
Listasafn Einars Jónssonar
Listasafn Íslands
Miðja máls og læsis
Miðstöð útivistar og útináms – MÚÚ
Mixtúra – skapandi tækni í skóla- og frístundastarfi
Náttúruminjasafn Íslands
Norræna húsið
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Þjóðleikhúsið
Þjóðminjasafn Íslands
Kjarvalsstaðir – óvæntar uppákomur og frískandi uppspretta fjölbreyttra möguleika til menntunar barna
Hér fyrir neðan er að finna stutt kynningarmyndbönd frá fræðsluaðilum Uppsprettu 2024 👇