Hefurðu hug á að vera með útinám eða vantar þig hugmyndir?
Margir leikskólar Reykjavíkurborgar leggja áherslu á að vera með útinám í starfi sínu. Þó nokkrir hafa verið með formlegt þróunarstarf tengt útinámi. Hér fyrir neðan eru nokkrar þróunarskýrslur sem gagnlegt er að grúska í til að fá hugmyndir að því hvernig skipuleggja má útinámið.