Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Vaxandi

Starfsárið 2019-2020 hófst innleiðing á verkefninu Vaxandi í frístundamiðstöðinni Tjörninni, en það miðar að því að innleiða hæfniþættina í  menntastefnu Reykjavíkurborgar.
Meginmarkið Vaxandi ganga út á valdeflingu starfsmanna, barna og unglinga, að auka fagmennsku, minnka streitu og auka samstarf á milli fagaðila.

Vaxandi byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og innleiðingin var unnin í góðu samstarfi við Háskóla Íslands. Dr. Ingibjörg V. Kaldalóns,  lektor á menntavísindasviði stýrði 10 vinnustofum og Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúkt leiddi núvitundarnámskeið.

Starfsmenn fengu fræðslu og aðstoð við að búa til verkfæri til að efla félags- og tilfinningarhæfni hjá sjálfum sér og til að nota í starfið. Vaxandi er ætlað að styðja við formlegt skólastarf og uppeldisumhverfi barna út frá hæfniþáttum menntastefnu. Í kynningunni verður farið yfir innleiðinguna. Verkefnið hefur nú fengið styrk úr þróunarsjóði menntastefnu fyrir starfsárið 2020-2021.

Þetta erindi Guðrúnar Kaldal framkvæmdastjóra Tjarnarinnar var fyrst flutt á Höfuð í Bleyti í september 2020.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni Hæfniþættir menntastefnu, valdefling starfsfólks, samstarf, jákvæð sálfræði, félagsfærni, heilbrigði, sjálfsefling
  • Vaxandi

Scroll to Top