Félagsfærni, Sjálfsefling

Verkefni úr “A call to men” með Tony Porter

Hér er unnið með spurningar um TED-fyrirlestur sem heitir “A call to men” eða Ákall til kalla þar sem Tony Porter fjallar um karlmennsku.
Einnig eru spurningar um Karlmennskuna á Instagram.

  1. Tony talar um sameiginlega félagsmótun karla (bláa boxið) e. collective socialization (man box), hvaða er hann að tala um nákvæmlega? Hvernig hegðun?
  2. Hvað segir Tony að bláa boxið kenni strákum um konur? Eruð þið með dæmi úr eigin lífi?
  3. Af hverju fór Tony inn í herbergið til Sheilu? Hvernig leið honum? Af hverju?
  4. Hvað var Johnny að gera Sheilu? Hvaðan koma hugmyndir sem réttlæta hegðun strákahópsins í huga þeirra sjálfra?
  5. Tony segir frá strák sem sagði að það myndi eyðileggja hann að vera sagður eins og stelpa. Hvað býr þarna að baki? Af hverju er líklegt að það sé það versta í heimi fyrir strák að vera kallaður stelpa?
  6. Tony segir líka frá 9 ára strák sem sagði að ef hann þyrfti ekki að búa í bláa boxinu (men box) yrði hann frjáls. Af hverju?
  7. Hvað er Tony að meina þegar hann segir að karlar séu bæði hluti af vandamálinu – og lausninni hvað varðar ofbeldi gegn konum?
  8. Hvaða sýn hefur Tony á karlmennsku framtíðarinnar?
  9. Skoðaðu karlmennskuna á Instagram og finndu eitt þema sem þar er að finna – segðu frá því. Hver eru skilaboðin?
  10. Finndu jákvæðar karlmennskur úr umhverfi þínu, úr bók, kvikmynd, raunveruleikanum þínum eða hvað sem er. Lýstu hvernig karlmennska það er.
Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Myndbönd, Verkefni
Markhópur 13-16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Jafnrétti, Kynheilbrigði, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Staðalmyndir
Scroll to Top
Scroll to Top