Félagsfærni, Sjálfsefling

Við erum öll einstök – leikur

Leikur sem hentar vel til að efla sjálfsmynd nemenda og varpar ljósi á fjölbreytnina í nemendahópnum. Hvert og eitt barn í hópnum er einstakt á sinn hátt.

Börnin setjast öll ásamt starfsmanni í hring á gólfinu. Sá sem byrjar segir “Ég er einstök/einstakur af því að …” og bætir við einhverju sem barnið telur eiga við sig en ekki aðra í hópnum. Það gæti t.d. verið ..af því að ég á fimm systkini, af því að ég tala þrjú tungumál, af því að ég hef aldrei notað snapchat, af því að ég er litblind o.s.frv. Ef þetta á hinsvegar við eitthvað annað barn í hópnum líka þá færir það barn sig og sest fyrir framan barnið sem var að tala. Þá þarf það barn að finna eitthvað nýtt sem gerir það einstakt. Barnið heldur áfram að nefna eitthvað þar til það finnur eitthvað sem gerir það einstakt innan hópsins, og enginn situr fyrir framan það. Þá er komið að næsta barni að segja hvað gerir það einstakt. Allir í hringnum fá að nefna hvað það er sem gerir þá einstaka og starfsmaðurinn notar dæmin til að benda á fjölbreytileikann í hópnum og hversu gott það er að við erum ekki öll eins.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis Kveikjur, Verkefni
Markhópur 6-12 ára börn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Lýðræði, Læsi og samskipti, Mannréttindi, Samskipti, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Styrkleikar, Talað mál, hlustun og áhorf
Scroll to Top
Scroll to Top