Málþing samfélagsnálgunar forvarnarmánaðarins var haldið fimmtudaginn 31. október á Hótel Grand Reykjavík og í beinu streymi undir yfirskriftinni „Við kunnum þetta – Öryggi og vellíðan fyrir öll börn og ungmenni með samræmdum samfélagsaðgerðum frá þingi til þorps“.
Embætti landlæknis stendur að forvarnardeginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóli Samstarfi félagasamtaka í forvörnum og Ríkislögreglustjóri.