Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Viltu tala íslensku við mig?

Grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi hafa með samstilltu átaki innleitt nýjar leiðir í kennslu íslensku sem annars máls undir yfirskriftinni Viltu tala íslensku við mig? Markmiðið er að gera nemendur með íslensku sem annað mál að virkum þátttakendum í skólastarfinu og skólasamfélaginu. Sjá myndband um verkefnið sem sýnt var á menntastefnumóti 10 maí 2021.

Verkefnið tengist sérstaklega samfélags- og læsisþætti menntastefnunnar þar sem megináhersla er lögð á hæfni til að eiga árangursrík samskipti í skólanum og úti í samfélaginu ásamt því að geta lesið, skilið og túlkað mál, texta, umhverfi og hegðun. Allt starfsfólk skólanna fær fræðslu um fjölmenningu og fjölmenningarlega kennsluhætti og erlendu starfsfólki er boðið upp á íslenskunámskeið með mentor.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd, Verkefni
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni læsi, íslenska sem annað mál, félagsfærni, mannréttindi, fjölbreytileiki, sjálfsefling,
  • Viltu tala íslensku við mig?

Scroll to Top