Vísindavaka er nemendamiðað hálf stýrt leitarnám þar sem nemendur í 6. til 10. bekk læra um ferli vísinda með því að búa til eigin tilraun, gera samanburðartilraun og kanna áhrif breyta.
Í verkefninu Vísindavöku hanna nemendur samanburðartilraun og læra um breytur með því að skilgreina þær í athugunum sínum. Með því að safna gögnum og endurtaka tilraunir, þjálfast nemendur í mælingum og að greina upplýsingar. Þó að ferill verkefnisins sé lærdómsríkur, læra nemendur einnig mikið af því að standa fyrir framan aðra nemendur (helst yngri nemendur) á Vísindavökunni sjálfri.