Læsi, Sköpun

Yousician – tónlistarnám

Í þessu appi er boðið upp á leiðbeiningar í tónlistarnámi á mörg hljóðfæri – forritið er endurgjaldslaust á prufutíma í 20 mín. á dag en ef maður vill meira þarf að greiða fyrir áskrift.

Hægt er að fara í “tíma” og fá “verkefni” og læra frá grunni á hljóðfæri – gítar, bassa, ukulele, píanó og söng – í gegnum stýrða framvindu. Forritið hlustar, segir nemanda til og styður hann með gagnvirkri endurgjöf. Námið er stutt af stóru safni þekktrar tónlistar sem hægt er að nýta við æfingar. En þar sem allt fer fram á ensku þá er þetta aðgengilegra fyrir eldri nemendur. Auðvelt er að bjóða nemendum að prófa “að fara í tíma” í litlum hópum t.d. með ukulele eða hafa Yousician sem hluta af vali eða hringekju. Það tekur tíma að æfa það sem er kennt og mörgum duga þessar 20 ókeypis mínútur.

Tenging við menntastefnu Læsi, Sköpun
Gerð efnis Kveikjur, Myndbönd, Verkefni
Markhópur 13 -16 ára og starfsfólk.
Viðfangsefni Fjarnám, Nýsköpun, Seigla/þrautseigja, Sjálfsnám, Sjálfstraust, Sköpun og menning, Skapandi ferli
Scroll to Top
Scroll to Top