Starfendarannsókn á samþættingu núvitundarástundunar og nýsköpunarmenntar.
Kennarar og nemendur þurfa á sköpunarmætti sínum að halda til að geta tekið þátt í skapandi skólastarfi. Skólakerfið verður að tryggja að aðbúnaður í skólanum stuðli að vellíðan, gleði, heilbrigði og velferð þeirra sem þar starfa. Þannig verða komandi kynslóðir best í stakk búnar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar með skapandi hætti.