Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Heilbrigð og óheilbrigð samskipti í nánum samböndum

Samvinnuverkefni um óheilbrigð og heilbrigð sambönd. Þetta verkefni krefst þátttöku allra í hópnum. Nemendur lesa setningar upphátt og raða þeim á karton á vegg, eftir því hvort þær lýsa heilbrigðum eða óheilbrigðum samskiptum innan parsambands.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur Grunnskólakennarar, grunnskólanemendur, starfsfólk félagsmiðstöðva
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Forvarnir, Jafnrétti, Kynheilbrigði, Lífs- og neysluvenjur, Læsi og samskipti, Samskipti, Sjálfsmynd, Sjálfstraust
  • Kennari festir grænt, gult og rautt karton á vegg og býður nemendum að draga setningar úr bunka. Hver nemandi les sína setningu upphátt og límir hana á græna kartonið ef hún lýsir jákvæðum og heilbrigðum samskiptum, gula kartonið ef hún lýsir samskiptum sem gott væri að laga og rauða kartonið ef um óheilbrigð samskipti eða jafnvel ofbeldi er að ræða. Kennari býður hinum í hópnum að tjá sig ef einhver er ósammála vali nemandans á lit (sumar setningar eru þess eðlis að ekki eru öll sammála um hvort þau eru gul eða rauð). Þá er gott að taka samtalið.

    heilbrigd-og-oheilbrigd-samskipti_gulraudgraen

    👉 Hér er hægt að hlaða niður verkefninu 👈

Scroll to Top