12-16 ára

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Trans fólk og trans veruleiki

Vefsíðan Trans fólk og trans veruleiki hefur að geyma efni sem er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva. Síðan er unnin af Guðjóni Atlasyni, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur sem hluti af verkefni í námskeiði í Háskóla …

Trans fólk og trans veruleiki Read More »

Söguteningakast

Leikur til að búa til sögu með teningum. Hægt að nýta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Hér eru myndrænar leiðbeiningar, teningar með myndum og orðum til að prenta út ásamt myndum og orðin tengd þeim af teningum sem er hægt að kaupa í Tiger. Þetta verkfæri var sent inn af Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frístundaheimilinu …

Söguteningakast Read More »

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við …

Réttindi – Forréttindi Read More »

Gulrót

Leiðbeiningar og viðmið um val á fulltrúum nemenda í skólaráð grunnskóla

Fjallað er almennt um starf skólaráða og hvernig best er að standa að vali á fulltrúum í ráðið. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar um starf skólaráða, s.s. handbók og myndbönd, auk þess þess sem kynnt eru þátttökulíkön sem gott er að hafa að leiðarljósi í lýðræðisvinnu með börnum.

Myndband um skólaráð

Stutt myndband með íslenskum, enskum og pólskum texta þar sem fjallað er um skólaráð í grunnskólum og mikilvægi þess að börn eigi þar sína fulltrúa.

Myndband um stjórn nemendafélags og unglingaráð

Stutt myndband með íslenskum, enskum og pólskum texta þar sem fjallað er um stjórn nemendafélaga í grunnskólum og unglingaráð félagsmiðstöðva og mikilvægi þess að börnum og unglingum séu sköpuð tækifæri til að hafa áhrif á starfið sem þar fer fram.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Scroll to Top
Scroll to Top