3-6 ára

Syngjandi skóli – gagnabanki

Í gagnabanka verkefnisins syngjandi skóli er að finna fjölbreytt og aðgengileg verkfæri til þess að auka við tónlist og söng í skóla- og frístundastarfi. Þar er hægt að finna texta, myndbönd, undirspil og fleira sem starfsfólk getur nýtt með börnum óháð því hversu mikla reynslu eða þekkingu það hefur sjálft. Hlekkur á vef Syngjandi skóla

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Söguskjóður og sagnaskjattar

Vefur Önnu Elísu Hreiðarsdóttir, en á honum er m.a. fjallað um hvernig má vinna með málörvun yngri barna. Anna Elísa er líka með FB- síðu fyrir þetta verkefni.  Vinna með sögur, ævintýri, ljóð og þulur getur verið gagnleg leið að margvíslegum markmiðum í skólastarfi. Svo sem til að efla málþroska, vinna að málörvun og læsi …

Söguskjóður og sagnaskjattar Read More »

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

Scroll to Top
Scroll to Top