9-12 ára

Netumferðaskólinn

Netumferðarskólinn er samstarfsverkefni Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar og miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið sem var tilkynnt á alþjóðlega netöryggisdeginum 2023 og er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggi 2022-2027. Netumferðarskólinn er ætlaður börnum í 4.-7. bekk ásamt fræðslu fyrir kennara og foreldra þeirra. Fræðsluerindin eru blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu. 

Netumferðaskólinn Read More »

Heimsmarkmið – Sjónvarpsþættir

Á vef Menntarúv og Krakkarúv er að vinna mjög góða sjónvarpsþætti þar sem Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Heimsmarkmið – Sjónvarpsþættir Read More »

Hvað er ADHD?

ADHD samtökin hafa gefið út einstaklega nytsamlegan bækling sem útskýrir ADHD. Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Hvað er ADHD? Read More »

Orð eru ævintýri

Árið 2023 gaf Miðstöð menntunar og skólaþjónustu út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásalir, Austurbæjarskóla og námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða rafbók, hugmyndabanka fyrir leik- og grunnskóla, tungumálavef og mynda- og orðaspjöld. Allt nýtist þetta gífurlega

Orð eru ævintýri Read More »

Scroll to Top