Ítarefni

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

Gulrót

Leiðbeiningar og viðmið um val á fulltrúum nemenda í skólaráð grunnskóla

Fjallað er almennt um starf skólaráða og hvernig best er að standa að vali á fulltrúum í ráðið. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar um starf skólaráða, s.s. handbók og myndbönd, auk þess þess sem kynnt eru þátttökulíkön sem gott er að hafa að leiðarljósi í lýðræðisvinnu með börnum.

Fræðsluskot í fjölmenningarlegu umhverfi

Á vefnum Fræðsluskot fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi má finna aðferðir og hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Hljóðkerfisvitund

Upplýsingar á vefsíðu Miðju máls og læsis um hljóðkerfisvitund og hugmyndabanki með verkefnum sem tengjast hljóðkerfisvitund  

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

Menntafléttan – starfsþróun og ný tækifæri

Í þessu myndbandi er farið yfir nýtt starfsþróunarverkefni sem ber nafnið Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðum fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er lýst, sem og hugmyndafræði Menntafléttunnar. Menntafléttan er skólum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um námskeið og skráningu er að finna hér.

Nörd norðursins – tölvuleikjaumfjöllun á íslensku

Á Nörd norðursins hefur verið fjallað á íslensku um tölvuleiki allt frá árinu 2011. Á vefsíðunni er  leikjarýni, leikjafréttir, greinar, viðtöl og margt fleira sem tengist tölvuleikjum. Einnig er þar efni sem tengist nördakúltúrnum, s.s.  kvikmyndir, spil, bækur og fleira.

Scroll to Top
Scroll to Top