Myndbönd

U-LYNC ráðstefnan

Ráðstefnan U-LYNC var haldin í Reykjavík september 2024. Áttatíu ungmenni úr tíu borgum á Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni og komu saman til þess að ræða málefni sem skipta þau máli. Þar ræddu þau bæði áhyggjur sínar og mögulegar lausnir sem þau vildu koma á framfæri við þau sem stjórna. Ungmennin lögðu meðal annars áherslu á inngildingu og að tryggja að hlustað sé á ungt fólk. Hér getur þú séð hvernig ráðstefnan fór fram og hugmyndir ungmennanna um þemun fimm sem þau völdu að fjalla um. Á Menntarúv er að finna þætti sem Rúv gerði um ráðstefnuna.

U-LYNC ráðstefnan Read More »

Gleðiskruddan – Vefur og verkfæri

Á vef Gleðiskruddunnar er að finna mörg nytsamleg verkfæri. Vefurinn er lokaverkefni þeirra Yrju Kristinsdóttur og Marit Davíðsdóttur í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði vorið 2020. Á vefnum er að finna fróðleik um jákvæða sálfræði, verkfæri til notkunar, hægt að bóka námskeið eða fyrirlestra og varning sem þær hafa búið til sem hægt er

Gleðiskruddan – Vefur og verkfæri Read More »

Forvarnarefni gegn nikótínpúðum

Vefurinn www.otholandi.is hefur að geyma fræðslu og ráð gegn nikótínpúðanotkun fyrir foreldra og ungmenni og gæti einnig nýst vel í forvarnarvinnu grunnskóla og félagsmiðstöðva. Fræðsluefnið er unnið af Embætti landlæknis. Vefurinn skiptist í ,,Viltu fæðslu og ráð um nikótínpúðanotkun ungmennis þínu lífi?” fyrir foreldra og ,,Viltu vita meira um áhrif nikótínpúða eða fá hjálp við

Forvarnarefni gegn nikótínpúðum Read More »

Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð

Barna- og fjölskyldustofa hefur framleitt  fimm ný rafræn námskeið um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þessi námskeið eru ætluð öllum þeim sem koma að starfi með börnum upp að 18 ára aldri. Samkvæmt aðgerðum A.4,  B.1 og C.2 í þingsályktun 37/150 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á allt starfsfólk

Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð Read More »

Vertu Úlfur

Á vef Rúv er að finna upptöku af einleiknum Vertu úlfur sem var sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu 2021-2023. Hispurslaus umræða um geðsjúkdóma frá sjónarhóli manns sem í senn er með geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála. Leiksýningin er byggð á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar. Aðalhlutverk: Björn Thors.Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Vertu Úlfur Read More »

Scroll to Top