Heilbrigði

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Trans fólk og trans veruleiki

Vefsíðan Trans fólk og trans veruleiki hefur að geyma efni sem er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva. Síðan er unnin af Guðjóni Atlasyni, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur sem hluti af verkefni í námskeiði í Háskóla …

Trans fólk og trans veruleiki Read More »

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við …

Réttindi – Forréttindi Read More »

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf; Hefur þú áhuga?

Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Í þessu myndbandi eru kynnt námstækifæri á Menntavísindasviði HÍ og sýnd dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema. Myndbandið var sýnt á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.  

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu

Í þessu myndbandi er rætt um gæði kennslu og leiðir til að auka hana með myndbandsupptökum í kennslustundum. Kennarar víðs vegar að af landinu hafa tekið þátt í starfsþróunarverkefni um gæði kennslu á unglingastigi . Þeir tóku kennsluna upp á myndband og rýndu hana með aðstoð sérstaks greiningarramma PLATO. Verkefnið endaði með fjölsóttri málstofu þar sem …

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu Read More »

Menntafléttan – starfsþróun og ný tækifæri

Í þessu myndbandi er farið yfir nýtt starfsþróunarverkefni sem ber nafnið Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðum fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er lýst, sem og hugmyndafræði Menntafléttunnar. Menntafléttan er skólum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um námskeið og skráningu er að finna hér.

Scroll to Top
Scroll to Top