Heilbrigði

Fjölmenning og inngilding í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins má finna verkfæri fyrir þau sem vinna með börnum og unglingum til að vinna með fjölmenningu á inngildandi hátt. Á vefsíðunni má finna ýmis verkfæri eins og hugtakasafn, gátlista og viðbragðsáætlun við fordómum, kynþáttaníði og mismunun.

Virkir foreldrar

Stutt myndbönd sem koma á framfæri þeim skilaboðum að virkni foreldra skiptir máli. Myndböndin fjalla um verndandi þætti og mikilvægi foreldra í því sambandi. Fjallað er um þætti eins og tengsl og samveru foreldra og barna, mikilvægi svefns, þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, skjátíma, foreldrarölt og fleira.

Jóga, hugleiðsla, slökun og núvitund á miðstigi

Hér er að finna myndband um jógaverkefni á miðstigi í Melaskóla sem fór fram skólaárið 2021-2022 sem aðrir geta nýtt sér til að innleiða kennslu í jóga, slökun, núvitund og hugleiðslu fyrir börn.  

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Trans fólk og trans veruleiki

Vefsíðan Trans fólk og trans veruleiki hefur að geyma efni sem er tilvalið að nýta sem kveikju í umræðu um trans og trans fólk með unglingum í efstu bekkjum grunnskóla og í starfi félagsmiðstöðva. Síðan er unnin af Guðjóni Atlasyni, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur sem hluti af verkefni í námskeiði í Háskóla …

Trans fólk og trans veruleiki Read More »

Réttindi – Forréttindi

Markmiðið með þessu spili/leik er að búa til umræður meðal barnanna á muninum á réttindum og forréttindum og vekja þau til umhugsunar. Hægt að skoða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að sjá hver réttindi barna eru. Þetta á að skapa umræður um hvort að við þurfum einhvern hlut eða hvort við séum svo heppin að við …

Réttindi – Forréttindi Read More »

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

Stopp ofbeldi – námsefni fyrir allan aldur

Á vefnum Stopp ofbeldi hefur Menntamálastofnun tekið saman fjölbreytt úrval af náms- og kennsluefni sem snýr að forvörnum gegn ofbeldi. Námsefninu er skipt niður á aldurstig, allt frá leikskólabörnum til framhaldsskólanema.

Scroll to Top
Scroll to Top