Sköpun

Eitruð lítil Pilla – Fræðslupakki

Borgarleikhúsið í samstarfi við Jafnréttisskólann og Viku6 bauð unglingum úr 10. bekk að koma með félagsmiðstöðinni sinni á söngleikinn Eitruð lítil pilla í febrúar 2024. Leikhúsferðinni var svo fylgt eftir með fræðslupakka þar sem unnið var með þemu verksins. Söngleikurinn tekst á við málefni eins og fíknivanda, kynferðisofbeldi, framhjáhald, brothætta glansímynd, fordóma, kynvitund og fleira.

Syngjandi skóli – gagnabanki

Í gagnabanka verkefnisins syngjandi skóli er að finna fjölbreytt og aðgengileg verkfæri til þess að auka við tónlist og söng í skóla- og frístundastarfi. Þar er hægt að finna texta, myndbönd, undirspil og fleira sem starfsfólk getur nýtt með börnum óháð því hversu mikla reynslu eða þekkingu það hefur sjálft. Hlekkur á vef Syngjandi skóla

Kvikmyndir fyrir alla

Á vefnum Kvikmyndir fyrir alla má finna fyrirlestra og frásagnir frá framúrskarandi fagfólki í kvikmyndagerð um ólík hlutverk kvikmyndagerðar: Leikstjórn, klipping, tónlist, handrit, kvikmyndatökur. Einnig má finna kennslumyndbönd um kvikmyndagerð undir flokknum kennslumyndbönd fyrir alla.

MenntaRÚV

Á vefnum Menntarúv má finna samantekt á fjölbreyttu fræðsluefni frá RÚV sem nýst getur í skóla- og frístundastarfi. Þar má finna fjölbreytt efni sem hægt er að nýta til fræðslu með börnum. Á MenntaRÚV má finna þætti um náttúrulíf, tækni, vísindi, sögulega viðburði, kynfræðslu, jafnréttismál, leikrit, heimildarmyndir um ýmis málefni, hönnun, ADHD, kynvitund, trans börn, …

MenntaRÚV Read More »

Söguteningakast

Leikur til að búa til sögu með teningum. Hægt að nýta sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni. Hér eru myndrænar leiðbeiningar, teningar með myndum og orðum til að prenta út ásamt myndum og orðin tengd þeim af teningum sem er hægt að kaupa í Tiger. Þetta verkfæri var sent inn af Lilju Mörtu Jökulsdóttur, forstöðukonu í frístundaheimilinu …

Söguteningakast Read More »

Menningarmót

Á Menningarmótum fá nemendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða þjóðarmenningu eða upprunamenningu einstaklinga heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans. Í þessu myndbandi er sýnt frá menningarmóti í 5. bekk í …

Menningarmót Read More »

A BRA KA DA BRA

Listasafn Reykjavíkur kynnir í samstarfi við listamanninn krassasig nýja fræðsluþætti um samtímalist – A BRA KA DA BRA! Þættirnir eru unnir í tengslum við nýjan fræðsluvef Listasafns Reykjavíkur A Bra Ka Da Bra og sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Abrakadabra er nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er …

A BRA KA DA BRA Read More »

Starfstengd leiðsögn og kennsluráðgjöf; Hefur þú áhuga?

Hvernig styðjum við kennaranema og nýliða í starfi og stuðlum að starfsvexti þeirra og skólaþróun? Í þessu myndbandi eru kynnt námstækifæri á Menntavísindasviði HÍ og sýnd dæmi um leiðsagnarsamtal kennsluráðgjafa og kennaranema. Myndbandið var sýnt á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs vorið 2021.  

Scroll to Top
Scroll to Top