Sköpun

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu

Í þessu myndbandi er rætt um gæði kennslu og leiðir til að auka hana með myndbandsupptökum í kennslustundum. Kennarar víðs vegar að af landinu hafa tekið þátt í starfsþróunarverkefni um gæði kennslu á unglingastigi . Þeir tóku kennsluna upp á myndband og rýndu hana með aðstoð sérstaks greiningarramma PLATO. Verkefnið endaði með fjölsóttri málstofu þar sem …

Frá kennara til kennara – að auka gæði í kennslu Read More »

Menntafléttan – starfsþróun og ný tækifæri

Í þessu myndbandi er farið yfir nýtt starfsþróunarverkefni sem ber nafnið Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðum fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi er lýst, sem og hugmyndafræði Menntafléttunnar. Menntafléttan er skólum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um námskeið og skráningu er að finna hér.

Nörd norðursins – tölvuleikjaumfjöllun á íslensku

Á Nörd norðursins hefur verið fjallað á íslensku um tölvuleiki allt frá árinu 2011. Á vefsíðunni er  leikjarýni, leikjafréttir, greinar, viðtöl og margt fleira sem tengist tölvuleikjum. Einnig er þar efni sem tengist nördakúltúrnum, s.s.  kvikmyndir, spil, bækur og fleira.

Leikjavarpið

Leikjavarpið er íslenskt hlaðvarp þar sem fjallað er um það helsta úr heimi tölvuleikja. Umfjöllun um tölvuleiki er yfirleitt á ensku en í Leikjavarpinu er fjallað um þá á íslensku. Í þáttum Leikvarpsins er meðal annars fjallað um nýlega tölvuleiki, tölvuleikjafréttir og valdir tölvuleikir eru gagnrýndir.

Fjölgun frístundafræðinga og störf þeirra

Í þessu erindi sem flutt var á menntastefnumóti skóla- og frístundasviðs 10. maí 2021, fjalla Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, Íunn Eir Gunnarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur,  Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Gísli Ólafsson, verkefnastjórar á frístundahluta fagskrifstofu um störf frístundafræðinga á frístundaheimilum SFS. Soffía segir frá tilurð verkefnisins og markmiðum þess, Íunn kynnir kennsluhandbók sem nýtist frístundafræðingum í …

Fjölgun frístundafræðinga og störf þeirra Read More »

Myndir segja meira

Í þessu erindi segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur frá sköpunarferli barnabóka og skoðar þær út frá samspili teikninga og texta. Erindið flutti hún á menntastefnumóti 10. maí 2021. Börn verða myndlæs löngu áður en þau læra að ráða í stafi og orð. Þá sjá börn oft smáatriði í myndum sem fara framhjá hinum textamiðaða fullorðna …

Myndir segja meira Read More »

Uppspretta – safnafræðsla fyrir börn

Í þessu kynningarmyndbandi er farið stuttlega yfir efni á vefnum Uppspretta þar sem kynna má sér fjölmörg fræðslutilboð lista- og menningarstofnana í borginni. Í gegnum Uppspretu má bóka skólaheimsóknir.    

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu”

Í þessu myndbandi er fjallað um Skrekk, hæfileikakeppni SFS, út frá ýmsum sjónarhornum. Harpa Rut Hilmarsdóttir Skrekksstýra fer yfir farinn veg. Þá segir Jóna Guðrún Jónsdóttir frá rannsókn sem hún gerði á áhrifum þess að taka þátt í Skrekk á líðan og sjálfsmynd unglinga.  Saga María og Kári Freyr, fyrrum þátttakendur í Skrekk koma í …

“Það myndast svona Skrekksfjölskylda. Það er alveg rosalega mikið traust í þessu” Read More »

Listrænt ákall til náttúrunnar

Í þessu myndbandi segir Ásthildur B. Jónsdóttir verkefnastjóri frá LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) sem er þverfaglegt þróunarverkefni í 16 grunn- og leikskólum í Reykjavík. Hún fjallar um hugmyndafræðina, kennslu og framkvæmdina, auk þess sem sýnt er frá afrakstri og uppskeruhátíð verkefnisins, sýningu á Barnamenningarhátíð vorið 2021.

Scroll to Top
Scroll to Top